Subway bikar kvenna um helgina
Tvö Suðurnesjalið eiga leiki um helgina í undanúrslitum Subwaybikars kvenna í körfuknattleik. Fjölnir og Keflavík mætast í Gravarvogi í kvöld og lið Njarðvíkur heimsækir Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirði á sunnudaginn. Báðir leikirnir hefjast kl. 19:15.
Fjölnir leikur í 1. deildinni og hefur yfirburði þar. Spurningin er hversu brött brekkan verður þegar þær mæta úrvalsdeildarliði Keflavíkur, sem eflaust mun hafa í huga að andstæðingar þeirra er ekki af ástæðulausu komnir þetta langt í keppninni.
Lið Hauka og Njarðvíkur spila bæði í B-riðli úrvalsdeildar þar sem Haukar sitja efstir með 14 stig og sjö unna leiki en í öðru sæti er Njarðvík með 10 stig og fimm unna leiki.