Styttist í bikarúrslitin
Nú fer að styttast í bikarúrslitaleik Keflavíkur og ÍS í kvennaflokki en hann hefst kl. 13:00 í Laugardalshöllinni. Karlaleikurinn hefst kl. 16:30 en milli leikja er fólki boðið í fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Sverrir Þór Sverrisson og Svava Ósk Stefánsdóttir verða í eldlínunni í dag fyrir Keflavík en Víkurfréttir spjölluðu við þau á miðvikudag og spurðu þau aðeins út í leikinn.Tvöfalt hjá Keflavík!
Svava Ósk Stefánsdóttir hefur þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gömul verið fastamaður í liði Keflavíkurstúlkna undanfarin ár. Hún hefur sjaldan leikið eins vel og í vetur og hefur verið með tæplega 8 stig að meðaltali í leik. Svava hefur þurft að glíma við erfið meiðsli, m.a. í baki en ekki látið það á sig fá og með harðfylgni hefur hún komist í gegnum þau meiðsli. Svava sagðist í samtali við Víkurfréttir vera farin að hlakka mikið til að mæta ÍS í bikarnum. „Ég er farin að hlakka mikið til að spila þennan leik og mér lýst rosalega vel á þetta. Við í Keflavíkurliðinu erum allar tilbúnar að takast á við þetta verkefni“.
Hvernig undirbýrðu þig fyrir svona stórleiki?
„Ég undirbý mig fyrir þennan leik eins og alla aðra leiki. Auðvitað er mikið búið að hugsa um þennan leik upp á síkastið enda titill í húfi. Við ættum því að vera tilbúnar í leikinn“.
Hvernig finnst þér þú hafa verið að standa þig í vetur?
„Bara svona ágætlega en það er alltaf hægt að gera betur“.
Ertu sátt við spilamennsku og liðsins?
Já, ég er mjög ánægð með spilamennsku liðsins enda ekki mikið annað hægt þar sem við erum langefstar í deildinni og aðeins tapað tveimur leikjum í allan vetur“.
Aðeins að andstæðingi ykkar á laugardaginn, hvað þurfi þið að passa í liði ÍS?
Við megum alls ekki gefa þeim frí skot enda eru þær góður skotmenn. Við þurfum svo að hafa sérstakar gætur á Öldu Leif og Overstreet en þær eru burðarrásir liðsins.
Hvað verður lagt upp með fyrir leikinn?
Við munum leggja upp með að spila saman sem lið bæði í vörn og sókn. Ef það gengur upp er ekki auðvelt að stoppa okkur.
Verður þetta tvöfalt hjá Keflavík í ár?
Já enginn spurning.
Berjumst til síðasta blóðdropa
Sverrir Þór Sverrisson hefur verið að spila gríðarlega vel í vetur með Keflavíkurliðinu. Sverrir Þór er mikill baráttuhundur sem leggur sig alltaf 100% fram og gefst aldrei upp. Sverrir Þór hefur leikið 20 mínútur að meðaltali í leik í vetur og á þeim mínútum hefur hann verið að skila 8,5 stigum og 4,5 fráköstum. Hann segist vera orðinn mjög spenntur fyrir leikinn enda sé þetta stærsti leikurinn í körfunni. „Þetta er fyrsti úrslitaleikurinn hjá mér og fleirum í liðinu og því er þetta enn skemmtilegra. Mér líst vel á leikinn og við gerum okkur fulla grein fyrir því að við verðum að spila góðan leik til þess að ná bikarnum til Keflavíkur því Snæfell er með sterkt lið“, segir Sverrir Þór.
Hvernig undirbýrðu þig fyrir svona leiki?
Undirbúningurinn hjá mér fyrir þennan leik er eins og fyrir alla aðra leiki. Maður hugsar vel um sitt hlutverk í leiknum og að gefa allt sem maður á í leikinn.
Ertu sáttur við spilamennsku þina í vetur?
Ég er nokkuð sáttur við mína spilamennsku og liðsins það sem af
er. Mér finnst við þó allir eiga mikið inni en við eigum enn möguleika á að ná öllum okkar markmiðum sem við settum okkur fyrir mót.
Nú varst þú valinn í landsliðið milli jóla og nýárs, kom valið þér á óvart?
Já ég get ekki neitað því að landsliðssætið kom mér aðeins á óvart þar sem ég hafði ekkert velt því fyrir mér hvort ég yrði valinn.
Hvað verður lagt upp með fyrir leikinn?
Við þurfum að ná upp góðri stemmningu innan liðsins fyrir leikinn og spila af krafti því lið eins Snæfell láta okkur örrugglega hafa fyrir öllu og munu berjast til síðasta blóðdropa. Eftir leikinn verðum við að vera vissir um að hafa barist betur og fórnað okkur meira en þeir.
Viltu segja eitthvað að lokum?
Já ég vil hvetja alla Keflvíkinga til þess að mæta Höllina og hvetja okkur til sigurs því keflvískir stuðningsmenn eru aldrei betri en á svona stórleikjum. Áfram keflavík!
Svava Ósk Stefánsdóttir hefur þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gömul verið fastamaður í liði Keflavíkurstúlkna undanfarin ár. Hún hefur sjaldan leikið eins vel og í vetur og hefur verið með tæplega 8 stig að meðaltali í leik. Svava hefur þurft að glíma við erfið meiðsli, m.a. í baki en ekki látið það á sig fá og með harðfylgni hefur hún komist í gegnum þau meiðsli. Svava sagðist í samtali við Víkurfréttir vera farin að hlakka mikið til að mæta ÍS í bikarnum. „Ég er farin að hlakka mikið til að spila þennan leik og mér lýst rosalega vel á þetta. Við í Keflavíkurliðinu erum allar tilbúnar að takast á við þetta verkefni“.
Hvernig undirbýrðu þig fyrir svona stórleiki?
„Ég undirbý mig fyrir þennan leik eins og alla aðra leiki. Auðvitað er mikið búið að hugsa um þennan leik upp á síkastið enda titill í húfi. Við ættum því að vera tilbúnar í leikinn“.
Hvernig finnst þér þú hafa verið að standa þig í vetur?
„Bara svona ágætlega en það er alltaf hægt að gera betur“.
Ertu sátt við spilamennsku og liðsins?
Já, ég er mjög ánægð með spilamennsku liðsins enda ekki mikið annað hægt þar sem við erum langefstar í deildinni og aðeins tapað tveimur leikjum í allan vetur“.
Aðeins að andstæðingi ykkar á laugardaginn, hvað þurfi þið að passa í liði ÍS?
Við megum alls ekki gefa þeim frí skot enda eru þær góður skotmenn. Við þurfum svo að hafa sérstakar gætur á Öldu Leif og Overstreet en þær eru burðarrásir liðsins.
Hvað verður lagt upp með fyrir leikinn?
Við munum leggja upp með að spila saman sem lið bæði í vörn og sókn. Ef það gengur upp er ekki auðvelt að stoppa okkur.
Verður þetta tvöfalt hjá Keflavík í ár?
Já enginn spurning.
Berjumst til síðasta blóðdropa
Sverrir Þór Sverrisson hefur verið að spila gríðarlega vel í vetur með Keflavíkurliðinu. Sverrir Þór er mikill baráttuhundur sem leggur sig alltaf 100% fram og gefst aldrei upp. Sverrir Þór hefur leikið 20 mínútur að meðaltali í leik í vetur og á þeim mínútum hefur hann verið að skila 8,5 stigum og 4,5 fráköstum. Hann segist vera orðinn mjög spenntur fyrir leikinn enda sé þetta stærsti leikurinn í körfunni. „Þetta er fyrsti úrslitaleikurinn hjá mér og fleirum í liðinu og því er þetta enn skemmtilegra. Mér líst vel á leikinn og við gerum okkur fulla grein fyrir því að við verðum að spila góðan leik til þess að ná bikarnum til Keflavíkur því Snæfell er með sterkt lið“, segir Sverrir Þór.
Hvernig undirbýrðu þig fyrir svona leiki?
Undirbúningurinn hjá mér fyrir þennan leik er eins og fyrir alla aðra leiki. Maður hugsar vel um sitt hlutverk í leiknum og að gefa allt sem maður á í leikinn.
Ertu sáttur við spilamennsku þina í vetur?
Ég er nokkuð sáttur við mína spilamennsku og liðsins það sem af
er. Mér finnst við þó allir eiga mikið inni en við eigum enn möguleika á að ná öllum okkar markmiðum sem við settum okkur fyrir mót.
Nú varst þú valinn í landsliðið milli jóla og nýárs, kom valið þér á óvart?
Já ég get ekki neitað því að landsliðssætið kom mér aðeins á óvart þar sem ég hafði ekkert velt því fyrir mér hvort ég yrði valinn.
Hvað verður lagt upp með fyrir leikinn?
Við þurfum að ná upp góðri stemmningu innan liðsins fyrir leikinn og spila af krafti því lið eins Snæfell láta okkur örrugglega hafa fyrir öllu og munu berjast til síðasta blóðdropa. Eftir leikinn verðum við að vera vissir um að hafa barist betur og fórnað okkur meira en þeir.
Viltu segja eitthvað að lokum?
Já ég vil hvetja alla Keflvíkinga til þess að mæta Höllina og hvetja okkur til sigurs því keflvískir stuðningsmenn eru aldrei betri en á svona stórleikjum. Áfram keflavík!