Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Styrmir Gauti leikmaður ársins hjá Njarðvík
Fyrirliðinn Styrmir Gauti Fjeldsted var kjörinn leikmaður ársins og verðlaunaður fyrir 50 leiki með meistaraflokk.
Sunnudagur 5. október 2014 kl. 11:07

Styrmir Gauti leikmaður ársins hjá Njarðvík

Brynjar Freyr efnilegastur

Varnarmaðurinn Styrmir Gauti Fjeldsted var kjörinn leikmaður ársins á lokahófi meistaraflokks Njarðvíkur sem fór fram í gær, laugardag. Brynjar Freyr Garðarsson var útnefndur efnilegasti leikmaðurinn og Björn Axel Guðjónsson markahæsti leikmaður liðsins, með 12 mörk í 17 leikjum.

Þá voru tveimur leikmönnum veittar viðurkenningar fyrir leikjafjölda. Gísli Freyr Ragnarsson fyrir 100 leiki með meistaraflokki og Styrmir Gauti Fjeldsted fyrir 50 leiki með meistaraflokki en hann lék fyrst leikinn sinn sumarið 2009.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Brynjar Freyr Garðarsson var útnefndur efnilegasti leikmaður Njarðvíkinga.