Styrktarmót haldið í Leirunni á laugardag
Styrkarmót fyrir unglingastarf GS verður haldið á Hólmsvelli í Leiru á laugardaginn 22. september. Góð þáttaka hefur verið í þetta mót undanfarin ár og er þetta mót stór þáttur í því að fjármagna æfingaferðir og keppnisferðir sem farnar eru á vegum klúbbsins. Klúbburinn hefur farið æfingaferð á vorin og hafa þær verið að skila miklum árangri því að margir ungir og efnilegir kylfingar eru að koma upp og hafa verið að taka miklum framförum síðasta árið.
Fyrirkomulag mótsins:
Fjórir skipa lið og er spilað
Stórglæsileg verðlaun eru í boði fyrir fimm efstu liðin.
Nándarverðlaun á öllum par 3. holum vallarins.
Lengsta teighögg á 18. braut.
Nándarverðlaun á 9. braut í öðru höggi
Allir ræstir út á sama tíma kl.12:00.mæting kl.11:30.
Mótsgjald kr. 3500- á mann / kr. 12.000 á lið.
Allar nánari upplýsingar og skráning eru veittar í síma 421-4100, og á www.golf.is