Styrktarleikurinn hefst kl. 19 í Sláturhúsinu
Bikarmeistarar Keflavíkur í knattspyrnu mæta deildarmeisturum Keflavíkur í körfuknattleik í Sláturhúsinu í kvöld. Leikir þessara liða hafa um nokkra hríð verið árlegir viðburðir en að þessu sinni var ákveðið að styrkja gott málefni. Leikurinn hefst kl. 19:00 í Sláturhúsinu og verður leikið í körfubolta en liðin hafa haft það að sið að mætast í fótbolta og körfubolta. Aðgangseyrir er kr. 500 og mun allur ágóðinn renna til Magnúsar Þórs Gunnarssonar, fyrirliða körfuboltaliðsins, og fjölskyldu hans. Íbúð Magnúsar og fjölskyldu hans varð fyrir miklum skemmdum á dögunum í húsbruna.
Mikil spenna er fyrir leiknum og nú hefur komið í ljós að bæði lið munu tefla fram leynivopni í leiknum. Heyrst hefur að Guðjón Skúlason muni leika með körfuboltaliðinu en það hefur ekki enn komið í ljós hvert sé leynivopn fótboltaliðsins en þeir lofa að sjón verði sögu ríkari.
Liðsfélagar Magnúsar í Keflavíkurliðinu hafa opnað styrktarreikning í hans nafni í Landsbankanum í Keflavík. Þar er tekið á móti frjálsum framlögum.
Landsbankinn í Keflavík
0142-05-3358
Kt: 070281-4309
VF-mynd/ úr safni: Magnús í leik með Keflavík í Evrópukeppninni