Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sturla í stjórn Massa
Miðvikudagur 7. febrúar 2007 kl. 13:55

Sturla í stjórn Massa

Sturla Ólafsson var kjörinn varamaður í stjórn Lyftingar- og líkamsræktardeildar UMFN á aðalfundi Massa sem fram fór þann 30. janúar síðastliðinn. Herbert Eyjólfsson sem verið hefur í stjórn Massa frá stofnun félagsins hætti sem varamaður og þeir Sturla og Sævar Ingi Borgarsson sóttust eftir hans sæti í stjórn.

 

Sturla hlaut embættið eftir kosningu en Sævar var útnefndur lyftingamaður Massa fyrir árið 2006. Farið var yfir reikninga deildarinnar og þeir samþykktir samhljóða enda rekstrarafgangur þetta árið.


Tekin var ákvörðun um að endurnýja tvö hlaupabretti og bæta við handlóðum ásamt því að forgangsraða næstu innkaupum á árinu. Fyrirhugað er að gera skoðanakönnun á meðal félagsmanna um hvað félagsmenn vilja gera næst í tækjakaupum.


Ákveðið var að vera með árlega Massablótið í Íþróttahúsinu þann 17.febrúar ef næg þátttaka næst. Einnig var lögð fram fyrirspurn að vekja upp Stöðvarmótið i Kraftlyftingum en það er mót sem var haldið á árum áður á milli Líkamsræktarstöðvanna í Reykjanesbæ og verður gerð könnun á því hver hugur hinna stöðvanna er fyrir því.

 

www.umfn.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024