Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stund hefndarinnar í Grindavík
Mánudagur 23. mars 2009 kl. 10:18

Stund hefndarinnar í Grindavík


Grindvíkingar og Snæfell eigast við í Grindavík í kvöld í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik karla. Liðin áttust einnig við í undanúrslitum síðasta keppnistímabils en þá hafði Snæfell betur. Stund hefndarinnar er því runnin upp fyrir Grindavíkinga og má búast við hörkuspennandi leikjum.
Grindavíkingar höfnuðu í öðru sæti deildarinnar og Snæfell í því þriðja. Fyrri leik liðanna í deildarkeppinni í vetur lauk með nokkuð öruggum sigri Grindvíkinga, 93-81. Í þeim seinni sigraði Snæfell naumlega, 89-88.
----

VFmynd/pket - Frá leik Grindavíkur og ÍR á dögunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024