Stúlkurnar mætast í Ljónagryfjunni í kvöld – 1-0 fyrir Keflavík
Njarðvík tekur á móti Keflavík í Ljónagryfunni í öðrum leik liðanna í úrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Keflavík unnu fyrsta leikinn á ótrúlegan hátt í Toyotahöllinnieftir að Njarðvíkingar voru með sigurinn í höndum sér. Lokatölur voru 74-73 og er von á spennandi leik í kvöld. Mætum í Ljónagryfjuna og styðjum okkar lið.
Mynd: Loka skotið í síðasta leik og eins og sjá má á myndinni er minna en ein sekúnda eftir af klukkunni.
[email protected]