Stúlkurnar í Holtaskóla sigruðu grunnskólamótið í körfu
Í gær, þriðjudag, fór fram hið árlega körfuboltamót grunnskóla í Reykjanesbæ í stúlknaflokki. Fjórir skólar mættu til leiks, þ.e. Heiðarskóli, Holtaskóli, Myllubakkaskóli og Njarðvíkurskóli. Keppt var með útsláttarsniði þar sem Njarðvíkurskóli sigraði Heiðarskóla og Holtaskóli sigraði Myllubakkaskóla. Það voru því Holtaskóli og Njarðvíkurskóli sem léku til úrslita. Holtskælingar sigruðu úrslitaleikinn nokkuð örugglega 36 – 22.
Mynd: Nemendur Holtaskóla í bíóferð fyrr í vetur.