Stúkubygging gengur vel
Bygging stúku við íþróttasvæðið í Grindavík gengur vel. Smiðir segja gott tíðarfar hjálpa mikið til.Það er Grindin í Grindavík sem annast bygginguna sem á að vera tilbúin í lok apríl. Það er hins vegar hlutafélagið GK 99 í Grindavík sem stendur fyrir framkvæmdunum en það félag vill hag grindvískrar knattspyrnu sem mestan.