Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stuðningur við að sameina kvennaliðin í knattspyrnu
Föstudagur 5. apríl 2013 kl. 07:26

Stuðningur við að sameina kvennaliðin í knattspyrnu

Fundur var haldinn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja mánudaginn 25. mars en þar voru kynntar hugmyndir að framtíðarskipan kvennaknattspyrnu í Reykjanesbæ. Fjölmennt var á fundinum og umræður góðar. Umræðuefnið var brottfall kvenna úr íþróttum, samstarf skóla og íþróttafélaga og ekki síst voru fjörugar umræður um hvernig best væri að standa að eflingu knattspyrnuiðkunar kvenna hér á Suðurnesjum.

Á fundinum kom í ljós mikill stuðningur við hugmynd frummælanda, Friðjóns Einarssonar, um að stefnt skuli að því að undirbúa stofnun knattspyrnufélags kvenna í Reykjanesbæ. Fjöldi fundarmanna lýsti yfir stuðningi við hugmyndina og stefnt er að því að undirbúa verkefnið betur í góðri samvinnu við knattspyrnudeildir Keflavíkur og Njarðvíkur sem voru helstu stuðningsaðilar fundarins.

Stefnt er að því að leita samstarfs við knattspyrnufélög í nágrannasveitarfélögunum þannig að hægt sé að styðja sem best við bakið á þeim stúlkum sem stunda vilja knattspyrnu á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024