Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stuðningsmenn reiðir
Fimmtudagur 19. ágúst 2010 kl. 22:54

Stuðningsmenn reiðir

Reiðir stuðningsmenn Keflavíkur létu gremju sína í ljós á Facebook í kvöld eftir að liðið tapaði gegn Selfyssingum í Pepsideild karla.  Af ummælum að dæma eru margir stuðningsmenn liðsins búnir að missa þolinmæðina en gengi þess hefur verið fremur brösótt undanfarið.
Af stöðu liðanna í deildinni að dæma hefði mátt ætla að Keflvíkingar væru sterkari en þeir voru í sjötta sæti fyrir leikinn og Selfoss í fallbaráttunni í ellefta sætinu. En það var nú öðru nær. Selfyssingar sýndu ótúlegan karakter og sigruðu 3-2 eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar byrjuðu vel og fyrsta mark leiksins kom á 11. mínútu þegar Magnús Þórir Matthíasson skoraði fyrir Keflavík. Hörður Sveinsson bætti við öðru marki á 37. mínútu og Keflvíkingar virtust á beinu brautinni með góða stöðu í hálfleik.
Heimamenn komu hins vegar uppfullir af baráttugleði í seinni hálfleikinn á meðan gestirnir virtust hálf værukærir. Enda fór það svo að heimamenn minnkuðu muninn eftir sjö mínútur með marki Jóns Guðbrandssonar.
Á 80. mínútu fengu Selfyssingar vítaspyrnu sem Viðar Örn Kjartansson skoraði úr. Hann var síðan aftur á ferðinni nokkrum mínútum síðar þegar hann skoraði sigurmark Selfyssinga í þessum ótrúlega leik.