Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stuðningsmenn Njarðvíkur fá jólagjöf - frítt á leiki vikunnar
Þriðjudagur 15. desember 2009 kl. 20:52

Stuðningsmenn Njarðvíkur fá jólagjöf - frítt á leiki vikunnar

Meistaraflokkur kvenna í UMFN mun mæta Val nk. miðvikudag kl 19:15 og meistarflokkur karla mun mæta FSu nk. fimmtudag í Ljónagryfjunni kl. 19:15.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þar sem þetta er síðasti leikurinn í deildinni þetta árið og þar sem stuðningsmenn UMFN hafa sannarlega sýnt hug sinn í verki og stutt félagið m.a. með góðri mætingu á leikina í vetur hefur verið ákveðið að gefa öllum velunnurum körfuboltans í jólagjöf frítt á báða leikina og þakka þannig fyrir góðan stuðning í vetur.

„Þá vil ég minna stuðningsmenn á að fyrir leiki meistaraflokks karla hefur verið hamborgarasala í vetur sem hefur mælst vel fyrir og vil ég hvetja fólk til þess að mæta tímanlega,“ segir Jón Guðlaugsson, formaður körfuknattleiksdeildar UMFN.