Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 7. febrúar 2003 kl. 16:49

Stuðningsmenn Keflavíkur hittast á DUUS

Stuðningsmenn Keflavíkurliðsins í körfuknattleik ætla að hittast á Kaffi-Duus á morgun kl. 10:30 áður en haldið verður af stað í Laugardalshöllina á bikarúrslitaleikina. Fríar sætaferðir eru í boði frá Duus og má því búast við fjölmenni á staðnum áður en haldið verður í hann.Drengirnir í Stuðningsmannasveitinni hafa verið að keyra um bæinn á blæjubíl í dag til að auglýsa leikinn og eru allir körfuboltaáhugamenn hvattir til að mæta. Forsala er í Skóbúð Keflavíkur en þeir sem kaupa miða í forsölu fá stuðningsmannabol í kaupæti. Hörðustu stuðningsmenn Keflavíkurliðsins fá lánaða Keflavíkurbúninga á Duus!
Kvennaleikurinn hefst kl. 13:00 en karlaleikurinn byrjar kl. 16:30!

Mynd: Stuðningsmannasveitin er þessa stundina að keyra um bæinn að auglýsa leikinn og eru þeir félgar farnir að hlakka mikið til átakanna á morgun!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024