Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stuðningsmenn Keflavíkur hefja baráttuna
Fimmtudagur 7. maí 2009 kl. 13:40

Stuðningsmenn Keflavíkur hefja baráttuna

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú eru einungis örfáir daga þar til Pepsi deildin hefst á ný. Fyrir Keflvíkinga byrjar sumarið á miklum slag við erkifjendur okkar frá því á síðasta tímabili, FH. Það hefur verið mikill akkur fyrir liðið undanfarin ár að eiga sterkan og öflugan stuðningsmannahóp sem staðið hefur bakvið strákana í blíðu og stríðu. Þetta ár verður enginn undantekning og eru stuðningsmennirnir á fullu að hefja undirbúning fyrir tímabilið m.a. með því að opna á ný heimasíðuna www.keflvikingar.com. Á síðunni má finna nýjar fréttir af liðinu, pistla um tímabilið og leikina, hina hlið leikmanna og spjallborð fyrir alla. Eins er hægt að tjá sig um hverja frétt sem birtist. Umræðugrundvöllur sem þessi eflir bara samstöðu stuðningsmanna og eru því allir hvattir til þess að heimsækja síðuna og láta skoðanir sínar í ljós, berjast og leggjast á eitt um að koma stóra bikarnum í bítlabæinn. Stuðningsmenn þakka Býr ehf. fyrir stuðninginn en án þeirra væri síðan ekki til.
 
Pumasveitin mun í kvöld halda sinn árlega fund fyrir leiktímabilið í 88húsinu klukkan 20:00. Þar munu þeir stilla saman strengi og fara yfir næstkomandi tímabil. Allir sem vilja taka þátt eru hvattir til að mæta. Pumasveitin hefur verið gríðalega öflug undanfarin tímabil og hefur verið fyrirmynd margra stuðningsmannafélaga á landinu öllu