Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Stríðið um Suðurnesin á morgun
Föstudagur 2. desember 2011 kl. 22:18

Stríðið um Suðurnesin á morgun

Það er ljóst að grannarnir Grindavík og Keflavík mætast á morgun í úrslitaleik Lengjubikars karla í körfubolta eftir að bæði lið sigruðu leiki sína í kvöld. Grindvíkingar tryggðu sér farseðilinn í úrslitaleikinn með því að leggja Þórsara að velli fyrr í kvöld með 80 stigum gegn 66.

Keflvíkingar voru svo rétt í þessu að leggja Snæfellinga að velli í spennandi leik, 93-88.

J´Nathan Bullock maður leiksins hjá Grindvíkingum með 25 stig, 17 fráköst, 4 varin skot og 2 stolna bolta. Ólafur Ólafsson bætti við 14 stigum og var líflegur á lokasprettinum og Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með flotta tvennu, 14 stig og 15 fráköst.

Hjá Keflvíkingum var Jarryd Cole með 36 og 10 fráköst. Steven Gerard var með 26 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst. Charlie Parker var með 12 og þeir Almar Guðbrandsson og Valur Orri Valsson voru sprækir. Almar var með 10 fráköst og 9 stig og Valur var með 7 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024