Strákarnir okkar í sérmerktum sætum
Rauði dregillinn í Flugstöðinni fyrir landsliðið í fótbolta
Landsliðsmenn okkar í fótbolta héldu af landi brott frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar núna í morgun til Frakklands þar sem Evrópukeppnin í fótbolta hefst á laugardag. Strákarnir voru flottir í tauinu í einkar glæsilegum jakkafötum og vöktu mikla athygli. Suðurnesjamenn eiga sína fulltrúa í liðinu en með í för eru Njarðvíkingarnir Arnór Ingvi Traustason og Ingvar Jónson auk Alfreðs Finnbogasonar sem er fæddur og uppalinn í Grindavík, en móðir hans er þaðan.
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af Arnóri Ingva um borð í vélinni eru leikmenn í sérmerktum sætum. Á sæti Arnórs stendur „Það er víst logn á Reykjanesi,“ og nafn hans er einnig á sætinu. Ýmislegt fleira var gert fyrir strákana en m.a. var rauði dregillinn dreginn fram þegar liðið gekk í gegnum flugstöðina í átt að vélinni. Þegar þeir svo komu að brottfararhliðinu þá beið þeirra stór sjónvarpsskjár. Á honum var sýnt myndband með kveðjum frá ættingjum og vinum en uppátækið mæltist einkar vel fyrir hjá strákunum.
Strákarnir stilltu sér svo upp í alvöru myndatöku á landganginum á Icelandair vélinni sem þeir ferðast með til Frakklands.