Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Strákarnir frá Suðurnesjum verða um miðja deild
Njarðvíkingar eru efstir á blaði hvað Suðurnesjaliðin varðar, þriðja sætið þykir líkleg niðurstaða.
Þriðjudagur 2. október 2018 kl. 12:53

Strákarnir frá Suðurnesjum verða um miðja deild

Það stefnir í miðjumoð hjá Suðurnesjamönnum miðað við fyrstu tölur frá leikmönnum og þjálfurum í Domino’s deild karla í körfubolta, en spár voru birtar í dag á kynningarfundi fyrir yfirvofandi tímabil í körfuboltanum.

Njarðvíkingar komast efst á blað Suðurnesjapilta en þeim er spáð þriðja sæti. Í sætum fimm og sex sitja svo Keflvíkingar og Grindvíkingar.

Formenn, þjálfarar og fyrirliðar hvers liðs í deildunum höfðu atkvæðarétt í spánni en hér að neðan er spáin fyrir Dominos deild karla:

Stjarnan                  394

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tindastóll               382

Njarðvík                  326

KR                           323

Keflavík                   315

Grindavík                263

ÍR                           209

Haukar                    142

Valur                       138

Þór Þ.                      133

Skallagrímur           129

Breiðablik                 54

Mest hægt að fá 432 stig

Minnst hægt að fá 36 stig