Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórviðburður í Reykjanesbæ
Fimmtudagur 23. ágúst 2007 kl. 09:40

Stórviðburður í Reykjanesbæ

Föstudaginn 31. ágúst mætir Hnefaleikafélag Reykjaness dönsku úrvalsliði í Hnefaleikahöllinni Reykjanesbæ (Gömlu Sundhöllinni). Fyrirliði gestanna er Danski meistarinn í veltivigt, Kenneth Nemming, og mun hann mæta Daníel Þórðarsyni í aðalbardaga kvöldsins.

 

Daníel er með þeim allra bestu á Íslandi en Kenneth Nemming er með 113 bardaga á bakinu, þar af 61 sigur. Mikið verður um dýrðir hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness þetta kvöldið en forsala miða verður í Sportbúð Óskars í Keflavík. Miðaverð er 1.000 kr í forsölu og 1.500 kr við dyrnar. Fyrsti bardaginn hefst kl. 18. Upplýsingar gefur Guðjón Vilhelm í síma 867 6677.

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024