Stórtap Njarðvíkur í 1. deildinni
Njarðvíkingar biðu slæman ósigur í fyrstu deildinni í kvöld þar sem þeir töpuðu 4-0 gegn Þrótti í Laugardalnum.
Heimamenn byrjuðu leikinn vel og skoruðu sitt fyrsta mark á 35. mín þar sem Henning Jónasson var að verki. Rétt fyrir leikhlé bættu þeir öðru marki við og var þar um sjálfsmark Njarðvíkinga að ræða.
Njarðvíkingar náðu sér ekki á strik í seinni hálfleiknum og fengu tvö önnur mörk á sig. Það þriðja skoraði Henning á 71. mín svo setti Hjálmar Þórarinsson það fjórða rétt fyrir leikslok.
Fram kemur á heimasíðu liðsins að mál manna hafi verið að Njarðvík hafi ekki átt verri leik á Íslandsmóti í mörg ár. Engu að síður eru Njarðvíkingar enn í 4. sæti deildarinnar, fimm stigum frá toppliði HK.
Mynd/umfn.is