Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórtap Njarðvíkur
Miðvikudagur 17. janúar 2018 kl. 21:27

Stórtap Njarðvíkur

Njarðvík heimsótti Hauka í Hafnarfirði í kvöld í Domino´s- deild kvenna í körfu. Haukastúlkur sigruðu leikinn með 32 stiga mun og urðu lokatölur leiksins 87-55. Í hálfleik stóðu leikar 45- 27 fyrir Hauka og komst Njarðvík ekki nálægt því að minnka muninn í leiknum.

Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Shalonda R. Winton með 18 stig og 10 fráköst, Hrund Skúladóttir með 11 stig og 4 fráköst, María Jónsdóttir með 6 stig, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir með 6 stig og 5 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir með 5 stig og Björk Gunnarsdóttir með 4 stig og 5 stoðsendingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024