Stórtap hjá Grindavík
Grindavíkurstúlkur fengu heldur betur að kenna á því í gær þegar þær heimsóttu stöllur sínar FH í 14. umferð Pepsideildar kvenna í knattspyrnu.
FH var fyrir leikinn í næst neðsta sæti með sjö stig, en Grindavík tveimur sætum ofar með fjórtán stig. FH þurfti að sigra í þessum leik ætlaði liðið að eiga sér einhverja von um að tryggja sæti sitt í deildinni á næstu keppnistíð. Og það gerðu þær svo sannarlega.
Grindavíkurliðið náði aldrei flugi í þessum leik eins og markatölurnar gefa til kynna en FH sigraði með fimm mörkum gegn engu.