Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Stórtap GRV á Akureyri
Föstudagur 24. júlí 2009 kl. 14:15

Stórtap GRV á Akureyri

Stúlkurnar í GRV, sameiginlegu liði Grindavíkur, Reynis og Víðis, í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, guldu afhroð gegn öflugu liði Þórs /KA á Akureyri í gær, 7-0.


Úrslitin segja svo sem flest sem hægt er að segja um gang leiksins, en GRV-stúlkur byrjuðu leikinn vel áður en fyrsta markið kom. Eftir það var lítil spurning um það hvernig leikurinn færi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


GRV er eftir leikinn í 7. sæti með 12 stig, enn með ágætis forskot á liðin í fallsætum ÍR og Keflavík.

VF-mynd úr safni