SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Íþróttir

Stórtap GRV á Akureyri
Föstudagur 24. júlí 2009 kl. 14:15

Stórtap GRV á Akureyri

Stúlkurnar í GRV, sameiginlegu liði Grindavíkur, Reynis og Víðis, í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, guldu afhroð gegn öflugu liði Þórs /KA á Akureyri í gær, 7-0.


Úrslitin segja svo sem flest sem hægt er að segja um gang leiksins, en GRV-stúlkur byrjuðu leikinn vel áður en fyrsta markið kom. Eftir það var lítil spurning um það hvernig leikurinn færi.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25


GRV er eftir leikinn í 7. sæti með 12 stig, enn með ágætis forskot á liðin í fallsætum ÍR og Keflavík.

VF-mynd úr safni