Stórtap á heimavelli
Keflvíkingar töpuðu stórt gegn ÍBV á heimavelli sínum í kvöld, 2-5.
Ian Jeffs skoraði tvö mörk fyrir ÍBV, Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Einar Þór Daníelsson og Bjarnólfur Lárusson skoruðu eitt hver. Hörður Sveinsson og Guðmundur Steinarsson skoruðu fyrir Keflavík.
Staðan var 0-2 i hálfleik og má segja að þessi leikur hafi verið sá slakasti sek Keflvíkingar hafa leikið í sumar að frátöldu 4-0 tapi, einmitt gegn ÍBV, í Eyjum í Júní.
Keflavík er sem fyrr í fimmta sæti deildarinnar en gæti fallið neðar ef KR vinnur Grindavík á morgun.
Nánar af leiknum innan tíðar...