Stórt tap Reynis á heimavelli
Reynismenn töpuðu öðrum leik sínum í röð í 2. deild karla í knattspyrnu þegar þeir tóku á móti Fjarðarbyggð á heimavelli sínum í Sandgerði. Fjarðarbyggð hafði 0-4 sigur en Sandgerðingar sem byrjuðu mótið á tveimur sigrum hafa núna fengið 10 mörk á sig í síðustu tveimur leikjum sem hafa endað með tapi. Áður hafði liðið sigrað tvo fyrstu leikina og skorað mikið og situr þrátt fyrir þetta í 5. sæti deildarinnar. Næsti leikur liðsins er næstkomandi fimmtudag gegn ÍH.