Stórt tap í fyrsta leik Sverris
Valskonur sóttu 22 stiga sigur í Keflavík
Keflvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar í Domino's deild kvenna í körfubolta, þegar Valskonur komu í heimsókn í TM-höllina. Sigurinn var stór, 52:74 lokatölur þar sem heimakonum gekk illa í sóknarleiknum. Mikið hefur gengið á í herbúðum Keflvíkinga vegna uppsagnar Margrétar Sturlaugsdóttur og gæti það hafa sett strik í reikninginn. Valur, Keflavík og Grindavík eru nú öll jöfn með tólf stig í þriðja til fimmta sæti deildarinnar.
Aðeins tveir leikmenn skoruðu yfir tíu stig hjá Keflavík og Melissa Zorning, sem borið hefur sóknarleikinn uppi, hitti afar illa í leiknum.
Keflavík-Valur 52-74 (11-21, 18-13, 13-18, 10-22)
Keflavík: Guðlaug Björt Júlíusdóttir 10/4 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/11 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 9/5 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 8/8 fráköst, Melissa Zornig 7/7 fráköst, Elfa Falsdottir 3, Irena Sól Jónsdóttir 3, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2.