Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórt tap hjá Njarðvík
Mánudagur 15. mars 2010 kl. 08:49

Stórt tap hjá Njarðvík

Njarðvíkingar  töpuðu stórt í gærkvöldi þegar þeir mættu Snæfelli í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Þegar yfir lauk skildu 26 stig liðin að.
Staðan var 23-15 Snæfellingum í vil eftir fyrsta leikhluta en þeir höfðu náð undirtökunum um miðjan leikhlutann.  Þeir héldu uppteknum hætti og virtust lítið þurfa að hafa fyrir hlutunum gegn slöku liði Njarðvíkinga sem var 18 stigum undir í hálffleik. Staðan var þá orðin 57-39 Snæfelli í vil.
Njarðvíkingar náðu að minnka muninn niður í 14 stig í lok þriðja fjórðungs. Snæfellingar voru fljótir að brjóta alla andstöðu á bak aftur, settu niður þrjár 3ja stiga körfur strax í upphafi fjórða leikhluta og juku muninn í 23 stig. Þessi brekka var einfaldlega of brött fyrir Njarðvíkinga sem náðu aldrei að ógna sigri gestanna. Lokatölur urðu 70 – 96.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánari lýsingu á leiknum er hægt að lesa á www.karfan.is