Stórt tap hjá Keflavíkurstúlkum
KR var rétt í þessu að bursta ríkjandi Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í leik um meistara meistaranna sem fram fór í DHL-Höllinni. Lokatölur voru 88-49 KR í vil þar sem Reyana Colson gerði 23 stig í liði KR og 13 fráköst. Margrét Kara Sturludóttir var ekki langt undan með 22 stig og 10 fráköst.
Stiklur:
-Birna Valgarðsdóttir lék ekki með Keflavík í dag sökum veikinda.
-Ingibjörg Jakobsdóttir er enn meidd í liði Keflavíkur sem og Marín Rós
-Liðin tóku alls 46 þriggja stiga skot, hittu úr 9!
-Ari Gunnarsson hefur stýrt KR í nokkra daga og þegar búinn að vinna titil í sínum fyrsta leik.
-Keflavík var stigalaust í næstum 10 mínútur í síðari hálfleik
Stigaskor:
Keflavík: Jaleesa Butler 16/20 fráköst/5 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 9, Aníta Eva Viðarsdóttir 3, Hrund Jóhannsdóttir 3/7 fráköst, Lovísa Falsdóttir 3, Sandra Lind Þrastardóttir 2, Sigrún Albertsdóttir 0, Bríet Sif Hinriksdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Helga Hallgrímsdóttir 0/7 fráköst, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0.
Nánar má lesa um leikinn á Karfan.is.