Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórt tap gegn Svíum
Föstudagur 25. maí 2012 kl. 15:19

Stórt tap gegn Svíum



Kvennalandslið Íslands í körfubolta lauk í dag sínum öðrum leik á Norðurlandamótinu í Noregi og mátti liðið sætta sig við stórt tap gegn Svíþjóð. Lokatölur voru 80-44 Svíum í vil. Svíar byrjuðu leikinn 14-6 þar sem Helena Sverrisdóttir gerði sex fyrstu stig Íslands og fjögur þeirra komu af vítalínunni. Íslenska liðið náði að minnka muninn í 18-16 og þannig stóðu leikar að loknum fyrsta leikhluta.

Svíar opnuðu annan leikhluta 13-2 og leiddu svo 42-24 í hálfleik. Ísland átti ekki afturkvæmt í leikinn og lokatölur því 80-44 eins og áður segir. Helena Sverrisdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 14 stig og þær Margrét Kara Sturludóttir og Hildur Sigurðardóttir bættu báðar við 6 stigum.

Íslenska liðið er aftur á ferðinni síðar í dag þegar það mætir Dönum kl. 17:00 að íslenskum tíma.

Karfan.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024