Stórt tap gegn Haukum
Kvennalið Keflavíkur í knattspyrnu tapaði 5-0 gegn Haukum í fyrsta leik liðsins í A-riðli 1. deildar. Staðan var 3-0 í hálfleik og Haukar svo gott sem búnar að tryggja sér sigurinn. Þær bættu svo við tveimur mörkum til viðbótar í síðari hálfleik og unnu öruggan sigur.
Næsti leikur Keflvíkinga er á heimavelli gegn Tindastól, laugardaginn 24. maí kl.14:00.