Stórt tap á Seyðisfirði
Sandgerðingar máttu sætta sig við stórt tap gegn Hugin frá Seyðisfirði þegar liðin áttust við í 2. deild karla í knattspyrnu í gær. Lokatölur leiksins urðu 5-1 fyrir heimamenn. Þorsteinn Þorsteinsson skoraði mark Reynismanna og jafnaði í stöðunni 1-1. Eftir leikinn eru Sandgerðingar í 10. sæti deildarinnar en Njarðvíkingar geta sent þá í fallsæti sigri þeir leik sinn gegn Reyni/Dalvík í kvöld.