Stórt tap á hjá Keflavík
Topplið Keflavíkur mátti þola stór tap í gærkvöldi gegn Stjörnunni í Garðabæ, 4-0.
Fyrir leikinn var Stjarnan í 9 sæti deildarinnar og hafði ekki unnið sigur á Keflavík í deildarleik síðan 1996. Það kom heldur betur í ljós í þessum leik að tölfræðin hafði ekkert vægi.
Stjörnumenn skoruðu fyrsta markið á 16. mínútu og voru greinilega í miklu stuði. Næsta mark þeirra kom aðeins örfáum mínútum seinna þegar vörn Keflvíkinga fékk slæma útreið hjá snaggaralegum Stjörnumönnum. Keflvíkingar virtust ekki ráða við hraðan á Stjörnuliðinu sem skoraði þriðja markið á 38. mínútu. Lánleysi Keflavíkurliðsins var algjört og undir leikslok fékk það dæmda á sig vítaspyrnu sem Halldór Orri Björnsson skoraði úr. Stórsigur Stjörnumanna var staðreynd.