Stórt fitnessmót í Keflavík um helgina
Bikarmeistaramót IFBB í fitness verður haldið næsta laugardag í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík en þetta er eitt stærsta fitness mót sem haldið er árlega á Íslandi. Mótið hefst kl. 17 en forsala á miðum er hafin í Líkamsræktarstöðinni Lífsstíl. Hægt er að skrá sig til þátttöku á netinu á slóðinni www.fitness.is.
Að sögn Pálma Þórs Erlingssonar, framkvæmdastjóra Lífsstíls, er mikill fengur að fá þetta stórmót til Suðurnesja en stór hluti keppenda er frá Suðurnesjum. „Nú þegar hafa 12 konur og 34 karlmenn skráð sig en keppt er í samanburði, hindranabraut, upphífingum og dýfum. Hver grein er sjálfstæð, en fólk getur t.d. keppt eingöngu í hindranabraut. Að sjálfsögðu fær enginn Hreystisbikarinn nema að taka þátt í öllu. Á milli keppnisgreina verða sýningar t.d. fitnessbox-sýning en þennan sama dag kemur út myndband til heiðurs Bensa, sem lést á Reykjanesbrautinni í fyrra. Svo verður frábær dans- og tískusýning frá Lífsstíl og að lokum mun hljómsveitin Boogie Nights taka nokkur lög“, segir Pálmi Þór og lofar gestum góðri skemmtun.
Anna Sigurðardóttir, líkamsræktarkona verður kynnir á keppninni en henni verður sjónvarpað á RÚV. Um kvöldið veðrur haldið partý á Kaffi Iðnó fyrir aðstandendur mótsins og keppendur en síðan heldur hópurinn á ball á N1 sem verður opið öllum. Þar mun Boogie Nights leika fyrir dansi.
Að sögn Pálma Þórs Erlingssonar, framkvæmdastjóra Lífsstíls, er mikill fengur að fá þetta stórmót til Suðurnesja en stór hluti keppenda er frá Suðurnesjum. „Nú þegar hafa 12 konur og 34 karlmenn skráð sig en keppt er í samanburði, hindranabraut, upphífingum og dýfum. Hver grein er sjálfstæð, en fólk getur t.d. keppt eingöngu í hindranabraut. Að sjálfsögðu fær enginn Hreystisbikarinn nema að taka þátt í öllu. Á milli keppnisgreina verða sýningar t.d. fitnessbox-sýning en þennan sama dag kemur út myndband til heiðurs Bensa, sem lést á Reykjanesbrautinni í fyrra. Svo verður frábær dans- og tískusýning frá Lífsstíl og að lokum mun hljómsveitin Boogie Nights taka nokkur lög“, segir Pálmi Þór og lofar gestum góðri skemmtun.
Anna Sigurðardóttir, líkamsræktarkona verður kynnir á keppninni en henni verður sjónvarpað á RÚV. Um kvöldið veðrur haldið partý á Kaffi Iðnó fyrir aðstandendur mótsins og keppendur en síðan heldur hópurinn á ball á N1 sem verður opið öllum. Þar mun Boogie Nights leika fyrir dansi.