Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórslagur í Ljónagryfjunni
Fimmtudagur 28. janúar 2016 kl. 11:51

Stórslagur í Ljónagryfjunni

KR í heimsókn

Í kvöld fer af stað 15. umferð Domino's deildar karla í körfubolta. Njarðvíkingar sem nýlega sigruðu granna sína í Keflavík, munu taka á móti KR í stórleik umferðarinnar. KR er í öðru sæti deildarinnar með 22 stig líkt og topplið Keflavíkur sem leikur á morgun gegn Hetti á útivelli. Grindvíkingar leika á útivelli gegn Snæfellingum í kvöld en liðin eiga í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni.

Njarðvíkingar hafa unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum en þeir vilja líklega gleyma tapleiknum gegn Hetti sem fyrst. Þeir eru nú í fjórða sæti, fjórum stigum frá toppsætinu. KR-ingar hafa aðeins tapað þremur leikjum í vetur. Tveimur gegn Stjörnunni og einum gegn Keflavík. Með sigri geta Njarðvíkingar minnkað forskot KR í tvö stig.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024