Stórsigur Víðismanna sem komnir eru í úrslit
Víðismenn eru komnir í úrslitakeppni 3. deildar í knattspyrnu en þeir höfnuðu í 2. sæti í A-riðli 3. deildar. Víðir mætir Hetti í 8-liða úrslitum deildarinnar og fer fyrsti leikurinn fram á Garðsvelli laugardaginn 26. ágúst n.k. og hefst kl. 14:00.
Víðir tók á móti KFS í síðasta deildarleiknum s.l. laugardag og hafði þar stórsigur 6-1. Atli Rúnar Hólmbergsson gerði tvö mörk fyrir Víði sem og Björgn Bergmann Vilhjálmsson en Haraldur Axel Einarsson og Eysteinn Már Guðvarðsson gerðu sitt markið hvor.