Stórsigur Víðismanna
Víðir Garði gerði sér lítið fyrir og sigraði Bolvíkinga 8-0 í A – riðli 3. deildar í knattspyrnu í gær. Víðismenn trjóna á toppi riðilsins með 20 stig eftir átta umferðir.
Næsta lið á eftir Víðismönnum er Grótta með 13 stig eftir sex leiki.
Mörk Víðismanna gerðu þeir Knútur Rúnar Jónsson, en hann var með þrennu, Björn Bergmann Vilhjálmsson gerði tvö mörk, Eysteinn Már Guðvarðsson gerði tvö mörk og Georg Kristinn Sigurðsson gerði eitt mark.
Víðismenn eru greinilega staðráðnir í því að komast á ný í 2. deild en þeir féllu úr henni á síðasta leiktímabili.
VF-mynd/ frá leik Víðis og Tindastóls síðastliðið sumar