Stórsigur Valsstúlkna, Njarðvíkurstrákar áfram í bikarnum
Íslandsmeistarar Vals unnu stórsigur á Keflavík, 0-9, á Keflavíkurvelli í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Úrslitin segja sína sögu um gang leiksins, en staðan í hálfleik var 0-6 gestunum í vil.
Þá sigruðu Njarðvíkingar Selfoss, 2-3, í 32-liða úrslitum Visa-bikars karla og Reynismenn töpuðu 2-1 gegn Víkingi Ólafsvík. Á morgun mæta Víðismenn ÍH á Garðsvelli.
VF-mynd/Héðinn Eiríksson