Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 20. júní 2000 kl. 09:15

Stórsigur RKV

RKV tók sameiginlegt lið Aftureldingar og Fjölnis í kennslustund í gærkvöld í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu, er liðin mættust í Garði. Heimastúlkur unnu leikinn 7-2, þrátt fyrir að vera einum leikmanni færri nánast allan síðari hálfleikinn. Guðrún Sveinsdóttir braut ísinn fyrir RKV strax á 4. mínútu leiksins með góðu skallamarki. Lilja Íris Gunnarsdóttir, sem fór á kostum í leiknum skoraði fjögur mörk fyrir RKV, þar af tvö beint úr aukaspyrnum og eitt, með að fylgja eftir eigin vítaspyrnu. Hjördís Hrund Reynisdóttir, sem einnig lék mjög vel, skoraði tvö mörk fyrir heimastúlkur. Ásta Margrét Hjaltadóttir fékk rauða spjaldið hjá Sigurvin Sigurvinssyni, dómara, á 62. mínútu leiksins fyrir olnbogaskot, eftir að brotið hafði verið á henni og léku heimastúlkur einni færri til loka leiks. RKV mætir nágrönnum sínum úr Grindavík nk. föstudag í Coca-Cola bikar kvenna. Leikið verður á Grindavíkurvelli og hefst viðureignin kl. 20.00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024