Stórsigur Njarðvíkur
Njarðvík mætti Val í Domino´s-deild karla í körfu í kvöld í Valsheimilinu og endaði leikurinn með stórsigri Njarðvíkur 73-106.
„Við sýndum hvers megnugir við erum í seinni hálfleik. Við náðum að leysa pressuvörn þeirra mun betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Við höfum sýnt góðan varnarleik í undanförnum leikjum og það hélt áfram í þessum leik. Nú náðum við að bæta við góðum sóknarleik sömuleiðis,“ sagði Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur, í samtali við mbl.is, eftir leikinn í kvöld.
Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Terrell Vinson með 30 stig og 10 fráköst, Maciek Stanislav Baginski með 21 stig og 4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson með 18 stig og 5 stoðsendingar, Logi Gunnarsson með 11 stig og 7 fráköst og Ragnar Águst Nathanaelsson með 10 stig og 13 fráköst.