Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigur Njarðvíkur
Miðvikudagur 31. janúar 2018 kl. 20:34

Stórsigur Njarðvíkur

Njarðvík mætti Val í Domino´s-deild karla í körfu í kvöld í Valsheimilinu og endaði leikurinn með stórsigri Njarðvíkur 73-106.
„Við sýnd­um hvers megn­ug­ir við erum í seinni hálfleik. Við náðum að leysa pressu­vörn þeirra mun bet­ur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Við höf­um sýnt góðan varn­ar­leik í und­an­förn­um leikj­um og það hélt áfram í þess­um leik. Nú náðum við að bæta við góðum sókn­ar­leik sömu­leiðis,“ sagði Logi Gunn­ars­son, leikmaður Njarðvík­ur, í sam­tali við mbl.is, eftir leikinn í kvöld.

Stigahæstu leikmenn Njarðvíkur voru Terrell Vinson með 30 stig og 10 fráköst, Maciek Stanislav Baginski með 21 stig og 4 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson með 18 stig og 5 stoðsendingar, Logi  Gunnarsson með 11 stig og 7 fráköst og Ragnar Águst Nathanaelsson með 10 stig og 13 fráköst.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024