Stórsigur Njarðvíkinga í fyrsta leik
Njarðvík burstaði Gróttu 5-0 í sínum fyrsta leik í Lengjubikarnum í knattspyrnu í gær. Leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni og var það Alfreð Jóhannsson sem kom Njarðvíkingum í 1-0 strax á annarri mínútu leiksins.
Fjórum mínútum síðar kom Eyþór Guðnason Njarðvík í 2-0 og á 17. mínútu bætt Marteinn Guðjónsson þriðja Njarðvíkurmarkinu við með stórglæsilegu langskoti. Fjórða markið gerði Aron Smárason á 37. mínútu en fimmta og síðasta mark leiksins gerði Kristinn Örn Agnarsson í síðari hálfleikl.
Þeir Frans Elvarsson og Kristjón Freyr Hjaltested léku sína fyrstu mótsleiki með Njarðvíkingum í gær.
Mynd: Helgi Bogason, þjálfari Njarðvíkinga, leggur línurnar.