Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigur Njarðvíkinga á Reykjanesmótinu
Mánudagur 12. september 2005 kl. 11:17

Stórsigur Njarðvíkinga á Reykjanesmótinu

Njarðvík lagði Keflavík örugglega að velli á Reykjanesmótinu í körfuknattleik í gær, 114-76. Keflvíkingar voru án fjölmargra lykilmanna sem léku með landsliðinu gegn Rúmeníu og auk þess eru erlendu leikmennirnir ekki komnir til landsins.

Jeb Ivey var stigahæstur Njarðvíkinga með 29 stig, en stórskyttan Kristján Sigurðsson var með 24 stig.

Næsti leikur á mótinu er á fimmtudaginn þegar liðin tvö mætast í Ljónagryfjunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024