Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 28. nóvember 2001 kl. 09:45

Stórsigur Keflvíkinga í Grindavík

Keflavík sigraði í gærkvöld Grindavík í gærkvöld 47-70 á útivelli í 1. deild kvenna í körfuknattleik en Grindavík hefur verið nær ósigrandi fram að þessu. Birna Valgarðsdóttir átti stórleik hjá Keflavík, skoraði 32 stig, tók 11 fráköst og hitti 5 af 5 í þriggja stiga skotum auk þess að taka besta leikmann Grindavíkur til þess, Jessicu Gaspar, nánast úr umferð. Þá var Erla Þorsteinsdóttir með 18 stig og 13 fráköst fyrir gestina. Svava Stefánsdóttir 11 stig, 8 frák, 6 stolna 7 stoðs Petrúnella Skúladóttir var stigahæst heimastúlkna með 9 stig og Sólveig Gunnlaugsdóttir skoraði 8 og tók 10 fráköst. Jessica Gaspar skoraði aðeins 6 stig og stal 8 boltum en fór útaf með 5. villu sína þegar 14 mínútur voru eftir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024