Fimmtudagur 15. júní 2006 kl. 01:32
Stórsigur Keflavíkurstúlkna
Keflavíkurstúlkur unnu stórsigur á FH í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld, 6-1.
Leikurinn fór fram á Keflavíkurvelli og stóðu leikar 2-0 í hálfleik.
Keflavík er í 5. sæti með tvo sigra og þrjú töp í fimm leikjum, en FH er kyrfilega á botninum án stiga.