Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Stórsigur Keflavíkurstúlkna
Þriðjudagur 28. júní 2005 kl. 11:01

Stórsigur Keflavíkurstúlkna

Keflavíkurstúlkur unnu stórsigur á ÍA í Landsbankadeild kvenna í gær, 0-5. Staðan í hálfleik var 0-3.

Ágústa Jóna Heiðdal, Lilja Íris Gunnarsdóttir og Hrefna Guðmundsdóttir skoruðu mörkin í fyrri hálfleik þó svo að liðið væri ekki að spila eins og best verður á kosið.

Í seinni hálfleik gekk Keflvíkingum betur að halda boltanum innan liðsins og bættu við tveimur mörkum í viðbót. Vesna Smiljkovic fékk vítaspyrnu eftir að markmaður ÍA braut á henni og skoraði Nína Ósk Kristinsdóttir örugglega úr spyrnunni. Þá gerði Vesna endanlega út um leikinn með fimmta markinu og stórsigur var í höfn.

Eni skugginn á leiknum var sá að Ólöf Helga Pálsdóttir, hinn sterki framherji þeirra, meiddist á ný eftir að vera nýkomin upp úr meiðslum en vonast er til að hún verði komin á kreik innan skamms.

Ásdís Þorgilsdóttir þjálfari var mjög ánægð með sigurinn sérstaklega þar sem þær náðu loks að halda hreinu í fyrsta sinn frá því í fyrstu umferðinni. „Það var sérstakega lagt upp með að fá ekki á sig mark og það gekk upp. Mér finnst eins og þetta sé loks að koma hjá okkur eftir að við erum búnar að taka okkar tíma í að púsla liðinu saman.“

Næsti leikur stúlknanna er gegn FH þann 5. júlí.

VF-mynd/Jón Björn: Úr leik liðanna í 1. deild í fyrra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024