Stórsigur Keflavíkur á heimavelli
- Markaveisla í lokaleik sumarsins
Lið Keflavíkur í 1. deild kvenna kláraði fótboltasumarið með trompi þegar þær sigruðu Víking Ólafsvík 9-1 á Nettóvellinum síðastliðinn laugardag. Var þetta lokaleikur sumarsins og endaði Keflavík í fjórða sæti fyrstu deildarinnar. Mörk Keflavíkur skoruðu þær Sveindís Jane Jónsdóttir- 2 mörk,, Þóra Kristín Klemenzdóttir- 2 mörk, Katla María Þórðardóttir- 2 mörk, Natasha Moraa Anasi, Anita Lind Daníelsdóttir og Birgitta Hallgrímsdóttir.
Keflavík mun því spila áfram í 1. deild kvenna á næsta ári, hér að neðan eru myndir úr leiknum. Jón Örvar Arason tók myndir á leiknum og koma þær frá keflavik.is.