Stórsigur Keflavíkur
Íslandsmeistarar Keflavíkur fóru með stórsigur af hólmi gegn Skallagrím í þriðju undanúrslitaviðureign liðanna í kvöld. Lokatölur leiksins voru 129 – 79 Keflavík í vil sem keyrðu Borgnesinga út úr leiknum um miðjan 2. leikhluta. Hart var barist á báða bóga og í stöðunni 42 – 39 sögðu heimamenn hingað og ekki lengra og stungu af. Lokatölur 129 – 79 eins og áður greinir og yfirburðirnir ótvíræðir.
Staðan er 2 - 1 í einvígi liðanna en fjórði undanúrslitaleikurinn fer fram í Borgarnesi. Nánar um leik kvöldsins síðar...
VF-mynd/ JBÓ