Stórsigur ÍS í Njarðvík
Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. ÍS vann stórsigur á Njarðvík, 86-45, í Njarðvík eftir að staðan hafði verið, 48-21, í hálfleik fyrir Stúdínur. Alda Leif Jónsdóttir átti stórleik í liði ÍS, skoraði 22 stig, tók 11 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og varði fimm skot, Lovísa Guðmundsdóttir skoraði 18 stig, Cecile Larsson skoraði 10 stig og Steinunn Dúa Jónsdóttir skoraði 9 stig. Eva Stefánsdóttir var stigahæst hjá Njarðvík með 9 stig, Guðrún Ósk Karlsdóttir skoraði 7 og þær Bára Lúðvíksdóttir og Helga Jónasdóttir skoruðu 6 stig hvor. Þetta var fimmti sigurleikur ÍS í röð.
Vísir.is greindi frá.
Vísir.is greindi frá.