SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Íþróttir

Stórsigur í Njarðvík
Fimmtudagur 21. október 2010 kl. 08:36

Stórsigur í Njarðvík


Njarðvíkurstúlkur unnu öruggan sigur á liði Fjölnis þegar liðin áttust við í Iceland Express deild kvenna í gær. Leikurinn fór fram á heimavelli Njarðvíkinga.

Lið Njarðvíkur byrjaði leikinn með látum og komst í 14-2 með frábærum varnarleik. Njarðvík stjórnaði leiknum strax frá upphafi en staðan í hálfleik var 42-23. Dita var atkvæðamest hjá Njarðvík í hálfleiknum með 15 stig og 8 fráköst.

Njarðvíkurstúlkur héldu áfram af sama krafti í seinni hálfleik, spiluðu skemmtilega og settu skotin sín niður. Góð liðsheild og frábær varnarleikur varð grunnurinn að öruggum 40 stiga sigri,  90-50.
 
Stighæst hjá Njarðvík var Dita Liepkalne með 22 stig og níu fráköst. Shayla Fields skoraði 18 stig, hirti sex fráköst og átti níu stoðsendingar.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025