Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Stórsigur í Njarðvík
Fimmtudagur 21. október 2010 kl. 08:36

Stórsigur í Njarðvík


Njarðvíkurstúlkur unnu öruggan sigur á liði Fjölnis þegar liðin áttust við í Iceland Express deild kvenna í gær. Leikurinn fór fram á heimavelli Njarðvíkinga.

Lið Njarðvíkur byrjaði leikinn með látum og komst í 14-2 með frábærum varnarleik. Njarðvík stjórnaði leiknum strax frá upphafi en staðan í hálfleik var 42-23. Dita var atkvæðamest hjá Njarðvík í hálfleiknum með 15 stig og 8 fráköst.

Njarðvíkurstúlkur héldu áfram af sama krafti í seinni hálfleik, spiluðu skemmtilega og settu skotin sín niður. Góð liðsheild og frábær varnarleikur varð grunnurinn að öruggum 40 stiga sigri,  90-50.
 
Stighæst hjá Njarðvík var Dita Liepkalne með 22 stig og níu fráköst. Shayla Fields skoraði 18 stig, hirti sex fráköst og átti níu stoðsendingar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024