Stórsigur í Ljónagryfjunni
Njarðvík vann stórsigur á KR þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni í gær í Subway-deild karla í körfuknattleik. Njarðvíkingar skoruðu fyrstu stigin með þristi frá Jose Ignacio Martin Monzon og heimamenn sýndu enga miskunn, sterkur varnarleikur hélt sókn KR í skefjum og Njarðvík hafði þrettán stiga forystu eftir fyrsta leikhluta (28:15).
Annar leikhluti var jafn en eftir hálfleikshlé bætti Njarðvíkurliðið í og jók forystuna jafnt og þétt, KR átti aldrei séns. Að lokum stóð Njarðvík uppi sem sigurvegari með 29 stiga mun.
Njarðvík er í fjórða sæti Subway-deildar karla með sex sigra og þrjú töp.
Njarðvík - KR 107:78
(28:15, 30:30, 24:17, 25:16)
Njarðvík: Nicolas Richotti 27, Dedrick Deon Basile 19/4 fráköst/10 stoðsendingar, Jose Ignacio Martin Monzon 15/11 fráköst, Mario Matasovic 14/5 fráköst, Lisandro Rasio 10/9 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 8, Elías Bjarki Pálsson 6, Ólafur Helgi Jónsson 3, Logi Gunnarsson 3, Bergvin Einir Stefánsson 2, Rafn Edgar Sigmarsson 0.
Heimamenn sáu aldrei til sólar þegar Breiðablik mætti til Grindavíkur í gær. Sprækir Blikar gáfu engin grið í fyrri hálfleik og leiddu með 24 stigum í hálfleik. Grindvíkingar náðu að rétta sinn hlut lítillega í þriðja leikhluta en gestirnir gerðu út um allar væntingar í lokalkeihlutanum og höfðu 29 stiga sigur að lokum.
Grindavík er í áttunda sæti með fjóra vinninga, jafn marga og Stjarnan sem er í því sjöunda.
Grindavík - Breiðablik 93:122
(22:33, 22:35, 27:19, 22:35)
Grindavík: Ólafur Ólafsson 16/11 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Bragi Guðmundsson 15/10 fráköst, Damier Erik Pitts 13/4 fráköst/9 stoðsendingar, Gkay Gaios Skordilis 12/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 11, Nökkvi Már Nökkvason 9, Kristófer Breki Gylfason 8, Magnús Engill Valgeirsson 5, Valdas Vasylius 4/4 fráköst, Arnór Tristan Helgason 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Hilmir Kristjánsson 0.