Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Stórsigur í Ljónagryfjunni
Nicolas Richotti var sjóðandi heitur í leiknum í gær og setti niður 27 stig. Myndir úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 10. desember 2022 kl. 11:31

Stórsigur í Ljónagryfjunni

Njarðvík vann stórsigur á KR þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni í gær í Subway-deild karla í körfuknattleik. Njarðvíkingar skoruðu fyrstu stigin með þristi frá Jose Ignacio Martin Monzon og heimamenn sýndu enga miskunn, sterkur varnarleikur hélt sókn KR í skefjum og Njarðvík hafði þrettán stiga forystu eftir fyrsta leikhluta (28:15).

Annar leikhluti var jafn en eftir hálfleikshlé bætti Njarðvíkurliðið í og jók forystuna jafnt og þétt, KR átti aldrei séns. Að lokum stóð Njarðvík uppi sem sigurvegari með 29 stiga mun. 

Njarðvík er í fjórða sæti Subway-deildar karla með sex sigra og þrjú töp.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík - KR 107:78

(28:15, 30:30, 24:17, 25:16)

Njarðvík: Nicolas Richotti 27, Dedrick Deon Basile 19/4 fráköst/10 stoðsendingar, Jose Ignacio Martin Monzon 15/11 fráköst, Mario Matasovic 14/5 fráköst, Lisandro Rasio 10/9 fráköst, Maciek Stanislav Baginski 8, Elías Bjarki Pálsson 6, Ólafur Helgi Jónsson 3, Logi Gunnarsson 3, Bergvin Einir Stefánsson 2, Rafn Edgar Sigmarsson 0.


Ólafur Ólafsson var stigahæstur í liði Grindavíkur með sextán stig.

Heimamenn sáu aldrei til sólar þegar Breiðablik mætti til Grindavíkur í gær. Sprækir Blikar gáfu engin grið í fyrri hálfleik og leiddu með 24 stigum í hálfleik. Grindvíkingar náðu að rétta sinn hlut lítillega í þriðja leikhluta en gestirnir gerðu út um allar væntingar í lokalkeihlutanum og höfðu 29 stiga sigur að lokum.

Grindavík er í áttunda sæti með fjóra vinninga, jafn marga og Stjarnan sem er í því sjöunda.

Grindavík - Breiðablik 93:122

(22:33, 22:35, 27:19, 22:35)

Grindavík: Ólafur Ólafsson 16/11 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Bragi Guðmundsson 15/10 fráköst, Damier Erik Pitts 13/4 fráköst/9 stoðsendingar, Gkay Gaios Skordilis 12/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 11, Nökkvi Már Nökkvason 9, Kristófer Breki Gylfason 8, Magnús Engill Valgeirsson 5, Valdas Vasylius 4/4 fráköst, Arnór Tristan Helgason 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0, Hilmir Kristjánsson 0.