Stórsigur í Garðinum
Víðismenn unnu stórsigur á Berserkjum þegar liðin mættust í 3. deild karla á Nesfiskvellinum í Garði. Heimamenn fóru með 5-0 sigur af hólmi en staðan var 3-0 í hálfleik. Markaskorarar Víðismanna voru: Rafn Markús Vilbergsson, Ísak Örn Þórðarson, Guilherme Emanuel Silva Ramos (2), Sigurður Elíasson.